Lögmenn Norðurlandi
Lögmenn Norðurlandi veita alhliða lögfræðilega þjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki, félög og opinberar stofnanir. Lögmenn kappkosta að veita markvissa, vandaða og persónulega þjónustu.
Júlí Ósk Antonsdóttir hóf rekstur Lögmannsstofunnar IRIS ehf. í maí 2011 að Skipagötu 9 á Akureyri. Júlí starfaði ein á stofunni framan af eða þar til í janúar 2013 er Halldóra K. Hauksdóttir hóf störf á stofunni og varð síðar meðeigandi.
Í febrúar 2014 hóf Lögmannsstofan IRIS samstarf við Lögmannsstofu Arnbjargar og ráku aðstandendur stofanna, Júlí Ósk Antonsdóttir, Halldóra K. Hauksdóttir og Arnbjörg Sigurðardóttur saman aðstöðu undir heitinu Lögmenn Norðurlandi frá febrúar 2014 og þar til í maí 2018, er þær Arnbjörg og Halldóra fóru til annarra starfa. Arnbjörg Sigurðardóttir hóf störf sem aðstoðarmaður dómara við héraðsdóm Norðurlands eystra og Halldóra K. Hauksdóttir sem lögfræðingur hjá fjölskyldusviði Akureyrarbæjar.
Nú starfa á stofunni þrír lögmenn og tveir lögfræðingar.