Fagleg þjónusta

FJÖLSKYLDURÉTTUR

Veitum alhliða ráðgjöf og þjónustu vegna skilnaðar og sambúðarslita. Tökum einnig að okkur forsjár-, umgengnis- og meðlagsmál, bæði hjá sýslumanni og fyrir dómstólum.

Erfðaréttur

Veitum alhliða ráðgjöf og þjónustu varðandi erfðarétt, erfðaskrár og skipti dánarbúa.

Sakamál

Tökum að okkur verjendastörf og réttargæslu í sakamálum.

Skjalagerð og samningar

Tökum að okkur gerð kaupmála, erfðaskráa og annarra samninga og yfirlýsinga. Veitum einnig ráðgjöf og förum yfir samninga fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Skiptaréttur

Tökum að okkur skiptastjórn í þrotabúum, dánarbúum og þegar hjón eða sambýlisfólk deilir um fjárskipti.

Skaðabótaréttur

Við veitum aðstoð við að sækja bætur vegna slysa, líkamsárása eða annars.

Eignaréttur

Við veitum alhliða þjónustu er varðar eignaréttindi hvort sem það snýr að þinglýsingu, veðréttindum, fasteignagalla, nábýlisrétti eða öðru.

Fullnusturéttur

Við tökum að okkur innheimtu krafna með aðför, nauðungarsölu og við gjaldþrotaskipti.

vinnuréttur

Við aðstoðum einstaklinga og stéttarfélög við að leita réttar síns gagnvart vinnuveitendum.

Stjórnskipunar- og stjórnsýsluréttur

Við tökum að okkur mál vegna brota gegn stjórnarskrá og/eða stjórnsýslulögum.

Greiðsluerfiðleikar

Við veitum aðstoð við að leita lausnar á greiðsluerfiðleikum, s.s. umsóknir til umboðsmanns skuldara, samningaumleitanir við kröfuhafa, beiðni um afmáningu fasteignaveðkrafna, nauðasamninga eða gjaldþrotaskipti.

Hagsmunagæsla fyrir dómstólum

Við tökum að okkur málflutning og mætingar fyrir héraðsdómi.