Júlí Ósk Antonsdóttir
Menntun
- Málflutningsréttindi fyrir Landsrétti 2023
- Málflutningsréttindi fyrir Héraðsdómi 2010
- ML í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri 2008
- BA í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri 2006
- Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 2003
Starfsferill og nefndarstörf
- Frá 2024 – Lektor við Lagadeild Háskólans á Akureyri
- Frá 2021 – Formaður nefndar um skráningu trú- og lífsskoðunarfélaga
- Frá 2018 – 2024 – Varamaður í nefnd um dómarastörf
- Frá 2016 – 2021 – Nefndarmaður í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar, formaður frá ágúst 2017
- Frá 2014 – Meðeigandi og lögmaður Lögmanna Norðurlandi
- Frá 2014 – Í kjörstjórn Akureyrar
- Frá 2014 – 2024 – Aðjúnkt við Lagadeild Háskólans á Akureyri
- 2012 -2014 – Stundakennsla við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri
- 2011 -2013 – Stundakennsla við Lagadeild Háskólans á Akureyri
- 2011 -2015 – Umsjónarmaður með greiðsluaðlögun einstaklinga fyrir umboðsmann skuldara
- Frá 2011 – Eigandi og lögmaður á Lögmannsstofunni IRIS
- 2008 -2011 – Fulltrúi Sýslumannsins á Selfossi
Starfsvið
- Málflutningur
- Barna- og barnaverndarréttur
- Erfðaréttur
- Fjármál hjóna og sambúðarfólks
- Greiðsluerfiðleikar
- Hjúskaparréttur
- Innheimta
- Persónuréttur
- Samningaréttur
- Sáttamiðlun
- Skaðabótaréttur
- Skjalagerð, s.s. kaupmálar og erfðaskrár
- Skipti dánar- og þrotabúa
- Skuldaskilaréttur
- Stjórnskipunarréttur
- Stjórnsýsluréttur
- Veðréttur
- Verjanda- og réttargæslustörf
- Viðskiptaréttur
Greinar, Fyrirlestrar og lokaritgerðir
- Aðdragandi, tilurð og inntak íslenskrar löggjafar um lýðskóla. Grein rituð ásamt Ragnheiði Elfu Þorsteinsdóttur og Önnu Ólafsdóttur, greinin er ritrýnd og birtist í tímaritinu Uppeldi og menntun 2021, 2. tbl.
- Borga glæpir sig?
Varnaðaráhrif refsilaga og hvatar til afbrota. Erindi á ráðstefnunni: Löggæsla og samfélagið, 6. október 2021. - Saklaus uns sekt er sönnuð: Dómstóll götunnar og réttlát málsmeðferð. Fyrirlestur á lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri 24. mars 2021.
- Manndráp og ákvörðun refsingar. Erindi á málþingi lagadeildar Háskólans á Akureyri, 19. nóvember 2020.
- Af vettangi dómstóla, umfjöllun um dóm héraðsdóms Reykjavíkur í máli E-137/2019. Erindi á málþingi lagadeildar Háskólans á Akureyri, 12. nóvember 2019.
- Kynferðislegur lágmarksaldur. Fyrirlestur á lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri 26 febrúar 2019.
- Að berjast við kerfið. Fyrirlestur á lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri 26 nóvember 2018.
- Að eiga við stjórnvöld fyrir dómstólum. Erindi á ráðstefnu félags um fötlunarransóknir 9 nóvember 2018.
- Erfðaskrár og möguleikar þeirra. Fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri 26. apríl 2017, á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð 26. maí 2017 og á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 31. maí 2017.
- Staða feðra í forsjármálum. Erindi á 10. ráðstefnu um íslenska þjóðfélagsfræði, „Hraðbyri til framtíðar eða aftur til fortíðar“, 21. maí 2016
- Hvað með föðurinn? Grein rituð ásamt Halldóru K. Hauksdóttur, greinin er ritrýnd og birtist í tímaritinu lögfræðing 2015. Umfjöllunarefni greinarinnar eru réttindi forsjárlausra feðra er móðir afsalar sér forsjá.
- Að ganga í það heilaga eða ekki? Fyrirlestur á lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri 31. mars 2015.
- Erfðaskrár og möguleikar þeirra. Meistararitgerð í lögfræði vorið 2008.
- Manndráp af ásetningi. Um ýmis atriði sem áhrif hafa á þyngd refsinga fyrir brot gegn 211. gr. alm. hgl. BA ritgerð í lögfræði vorið 2006.
Unnt er að hafa samband við Júlí með tölvupósti á netfangið juli@lognor.is