You are currently viewing Hvað með föðurinn? Copy

Hvað með föðurinn? Copy

Foreldrajafnrétti og þá helst réttindi feðra hafa verið nokkuð í umræðunni undanfarið. Greinarhöfundar hafa í störfum sínum séð að lögin gera ekki greinarmun á réttindum mæðra og réttindum feðra, að öðru leyti en því að móðir fer ein með forsjá við fæðingu barns ef foreldrar eru ekki í hjúskap eða skráðri sambúð. Það er þó nokkur munur á réttindum lögheimilisforeldra og umgengnisforeldra, sem oftar eru feður, en það er efni í aðra grein. Greinarhöfundum þótti því sláandi þegar upp kom mál ungs föður sem stóð uppi svo til réttindalaus gagnvart barni sínu af því er virðist af þeirri ástæðu einni að móðir hafði afsalað forsjá barnsins til barnaverndarnefndar.

Leave a Reply