You are currently viewing Erfðaskrár og möguleikar þeirra

Erfðaskrár og möguleikar þeirra

Ritgerð þessi fjallar um erfðaskrár og möguleika þeirra. Erfðaskrár hafa upp á ýmsa möguleika að bjóða, svo sem ráðstöfun bréfarfs, kvaðir á arf, ráðstöfun einstakra muna og margt fleira, en fjallað verður um helstu og eflaust algengustu möguleikana. Einnig verður fjallað um þær takmarkanir sem eru á heimild manna til að ráðstafa arfi eftir sig, eftir eigin höfði og hvernig hægt er að breyta eða bæta við áður gerðar erfðaskrár og með hvaða hætti erfðaskrár eða einstök ákvæði þeirra verða afturkölluð. Einnig verður fjallað um niðurstöður smávægilegrar rannsóknar er höfundur gerði á erfðaskrám við undirbúning ritgerðarinnar. Rannsóknin sneri aðallega að því að kanna efni erfðaskráa og tiltekin atriði varðandi arfleifendur, sem og tíðni erfðaskráa.